Um mig

Hver er Doktor Slúður

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

Doktor í félagsfræði og starfa við Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst. Auk þess er ég að fara vítt og breitt með fróðlega og lifandi fyrirlestra um mitt viðfangsefni, sem er slúður, hvernig það virkar í hópum, samfélögum og sem félagslegt vald.

Fædd og uppalin í Þistilfirði og bý í dag á heimaslóðum, nánar tiltekið á Þórshöfn á Langanesi. Lauk BA námi í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri árið 2007. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar, þar sem ég kláraði MA gráðu í kynjafræði árið 2009. Starfaði á árunum 2009 til 2020 sem verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga við ýmiss konar byggðarannsóknir og verkefni. Hef brennandi áhuga á jafnréttismálum sem og byggðamálum.

Samhliða doktorsnáminu sinnti ég kennslu við HA þar sem ég kenndi meðal annars rannsóknaraðferðir, félagsfræði, byggðafræði og leiðsagði BA stúdentum.